Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Husavik á skammlista Óskarsverðlauna

Mynd með færslu
 Mynd: Netflix - Eurovision Song Contest: The Sto

Husavik á skammlista Óskarsverðlauna

10.02.2021 - 04:33

Höfundar

Lagið Husavik, úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, er meðal þeirra laga sem gæti orðið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Lagið er meðal þeirra fimmtán sem akademían velur úr áður en tilkynnt verður hvaða fimm lög eru tilnefnd til verðlaunanna.

Niðurstöður akademíunnar verða kunngjörðar 15. mars, og kemur þá í ljós hvort óðurinn til Húsavíkur nælir í Óskarsverðlaunatilnefningu. 
Atli Örvarsson, sem semur tónlistina í myndinni, hefur fjórum sinnum hlotið verðlaun Samtaka tónskálda og útgefenda í Bandaríkjunum, ASCAP, fyrir tónlist í sjónvarpsþáttum. 

Fréttin hefur verið uppfærð. Atli Örvarsson tók ekki þátt í að semja lagið Husavik, eins og fram kom í fréttinni. Hann semur alla tónlist í myndinni, fyrir utan sönglögin.

Tengdar fréttir

Ferðaþjónusta

Vonar að Eurovision-safn á Húsavík verði að veruleika