Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Fundu 1,3 tonn af kókaíni

10.02.2021 - 13:39
epa08945599 Italian Police checks motorists heading out of town amid the second wave of the Covid-19 Coronavirus pandemic in Milan, Italy, 18 January 2021. Italian Health Minister Roberto Speranza last week signed an ordinance making most of Italy an 'orange zone' under Italy's tiered system of restrictions based on each region's risk of COVID-19 contagion. Lombardy, the region hit hardest by the first wave of the coronavirus, Sicily and the autonomous province of Bolzano are now classed as red zones.  EPA-EFE/ANDREA FASANI
 Mynd: EPA-EFE - Ansa
Ítalska lögreglan lagði í síðustu viku hald á eitt komma þrjú tonn af hreinu kókaíni í bænum Gioia Tauro í Kalabríuhéraði. 'Ndrangheta mafían notar höfn bæjarins iðulega til að smygla fíkniefnum til landsins.

Lögreglan greindi í dag frá fundinum. Notaðir voru háþróaðir skannar til að rannsaka innihald vörugáma við höfnina. Kókaínið fannst í gámum sem í var kaffi og frosið kjöt frá Brasilíu og suðrænir ávextir frá Ekvador. Lögreglan áætlar að söluandvirði fíkniefnanna á götunni hefði verið um fjörutíu milljarðar króna eftir að búið var að drýgja það fjórfalt. 

'Ndrangheta mafían er upprunnin í Kalabríuhéraði. Hún starfar nú orðið víða um heim og er af ítölskum sérfræðingum talin umfangsmestu og hættulegustu glæpasamtök landsins.