Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ekki fleiri kaupsamningar síðan frá árinu 2007

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þinglýstir kaupsamningar vegna íbúðakaupa árið 2020 voru 14% fleiri en árið 2019, 12.072 talsins. Leita þarf aftur til ársins 2007 til að finna fleiri kaupsaminga á einu ári, þegar þeir voru 12.650. Velta á fasteignamarkaði var þó 6% meiri á árinu 2020 en 2007 og því er nýliðið ár metár í veltu.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS. Fjöldi kaupsamninga virðist hafa náð hámarki í september og þeim hefur fækkað síðan en voru þó margir í desember miðað við árstíma.

Talið er að um árstíðabundna sveiflu gæti verið að ræða þar sem vísbendingar eru um aukin umsvif í janúar.  Framboð fasteigna er takmarkað, sölutími hefur styst um fimm daga milli mánaða og verð heldur áfram að hækka.

Aldrei hefur verið lánað meira til fasteignakaupa en á árinu 2020, hrein ný útlán námu 232 milljörðum, en þó dró verulega úr lántökum í desember. Hlutdeild óverðtryggðra lána heldur áfram að aukast og var 42% í desember.

Því hækkaði þáttur þeirra um 14,5% prósentustig á árinu. Lánamarkaður virðist vera að róast eftir miklar lántökur seinni hluta ársins. Vísitala leiguverðs er svipuð og hún var sumarið 2019.