Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vill hertar aðgerðir gegn Rússum

09.02.2021 - 17:52
epa08998777 European High Representative of the Union for Foreign Affairs, Josep Borrell speaks during a debate folllowing his visit last week visit to Russia, during a plenary session of the European Parliament  in Brussels, Belgium, 09 February 2021. EU's foreign policy chief Josep Borrell is under pressure after more than 70 MEPs  call for him to to resign following his trip to Moscow to meet Russian Foreign Minister Sergey Lavrov. MEPs signed a draft letter by Estonian European People's Party MEP Riho Terras to President of Commission.  EPA-EFE/OLIVIER HOSLET / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segist engin merki sjá um að Rússar vilji bæta samskiptin við bandalagsríkin. Hann hyggst leggja til að refsiaðgerðir gegn þeim verði hertar.

Borrell gerði í dag Evrópuþinginu grein fyrir för sinni til Moskvu í síðustu viku, skömmu eftir að dómari ákvað að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny skyldi afplána skilorðsbundinn fangelsisdóm sem hann hlaut árið 2014. Hann sagðist hafa orðið var við fjandskap ráðamanna í garð Evrópusambandsins. Hann hefði af því áhyggjur að þeir sýndu sífellt meiri einræðistilburði. ESB ætti því að íhuga harðari aðgerðir gegn Rússum, með því til dæmis að herða refsiaðgerðir.

Borrell kvaðst ekki hafa gert sér neinar vonir um að bæta samskiptin fyrir ferðina til  Moskvu. Eftir hana væri hann enn áhyggjufyllri. 

Skiptar skoðanir eru innan Evrópusambandsins um hvaða stefna gagnvart Rússlandi sé best. Þjóðverjar vilja stíga varlega til jarðar. Ýmis ríki í austurhluta álfunnar vilja herða aðgerðir. Leiðtoga ríkjanna bíður að meta tengslin við Rússland á leiðtogafundi í næsta mánuði. 

För Borrells til Rússlands hefur mælst misjafnlega fyrir á Evrópuþinginu. Sjötíu þingmenn krefjast þess að hann segi af sér stöðu utanríkismálastjóra.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV