Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Úr nokkur hundruð milljónum í 4 milljarða

Mynd: RÚV / RÚV
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að fjármagn til Útlendingastofnunar hafi verið aukið verulega til þess að stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna. 

„Kostnaður hefur farið úr nokkur hundruð milljónum í fjóra milljarða á örfáum árum. Það er auðvitað aukinn mannskapur, mikil stækkun á bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála til þess að reyna að svara fólki fyrr. Margir fá svar á innan við mánuði. Það eru forgangsmálin okkar, bæði þeir sem augljóst er að munu fá alþjóðlega vernd og líka þau sem koma frá öruggum löndum og þurfa ekki á henni að halda. Það eru svör bara á örfáum dögum. Það eru forgangsmálin okkar. Síðan eru mál sem taka lengri tíma og krefjast þess að það séu rannsóknir og viðtal og skoðun á einstaka máli. Við erum búin að gera afar vel í viðtölum við börn og gæta að öllum hagsmunum aðila í þessari málsmeðferð og bætt verulega í. Kostnaðurinn er orðinn miklu, miklu meiri en hefur verið,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2.