Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Gúmmíkúlum skotið að mótmælendum

09.02.2021 - 10:35
Police use water cannon to disperse demonstrators during a protest in Mandalay, Myanmar, Tuesday, Feb. 9, 2021. Police were cracking down on the demonstrators against Myanmar’s military takeover who took to the streets in defiance of new protest bans. (AP Photo)
Vatni sprautað á mótmælendur í Mandalay í Mjanmar í morgun. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Lögregla skaut viðvörunarskotum upp í loftið til að dreifa mótmælendum í Naypyidaw, höfuðborg Mjanmar, í morgun og skaut síðan gúmmíkúlum að þeim. Fréttamaður AFP hafði þetta eftir sjónarvottum.

Ekkert lát er á mótmælum í garð herforingjastjórnarinnar sem hrifsaði völdin í síðustu viku, þrátt fyrir útgöngu- og samkomubann í helstu borgum landsins.

Fjöldi ríkja hefur fordæmt valdaránið í Mjanmar, en stjórnvöld á Nýja Sjálandi urðu fyrst til að grípa til beinna aðgerða með því að slíta samskiptum við stjórnina og herinn í Mjanmar.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands sagði að einnig stæði til að banna leiðtogum herforingjastjórnainnar að ferðast til Nýja Sjálands. Þá ætluðu Nýja Sjáland og fleiri ríki að fara fram á fund í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um valdarábnið í Mjanmar og mannréttindi í landinu.