Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ólga á Haítí

08.02.2021 - 10:02
epa08995018 Smoke rises during a protest to demand the resignation of Haitian President Jovenel Moise, in Port-au-Prince, Haiti, 07 February 2021. Moise called for dialogue as he reaffirmed that he will not leave power as demanded by the opposition.  EPA-EFE/JEAN MARC HERVE ABELARD
Frá mótmælum stjórnarandstæðinga í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, í gær. Mynd: EPA-EFE - EFE
Stjórnarandstöðuflokkar á Haítí hafa útnefnt virtan dómara, Joseph Mecene Jean-Louis, sem leiðtoga landsins til bráðabirgða. Stjórnarandstæðingar vilja koma Jovenel Moise, forseta landsins, frá völdum og segja kjörtímabil hans á enda runnið. 

Moise forseti kveðst hins vegar ætla að sitja til 7. febrúar á næsta ári og vísar til stjórnarskrár máli sínu til stuðnings. Deilurnar snúast um gildistíma kjörtímabils forsetans og kosningar sem fram fóru á Haítí árið 2015, sem voru ógiltar, aðrar haldnar ári seinna, sem einnig voru umdeildar.

Yfirvöld á Haítí greindu frá því í gær að þau hefðu komið í veg fyrir tilraun til valdaráns og áform um að ráða forsetann á dögum, en stjórnarandstæðingar segja að ekki sé hægt að tala um valdaránstilraun þar sem kjörtímabil forsetans sé lokið.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV