
Frumbyggi að líkindum í seinni umferð forsetakosninga
Ekki er útilokað að þetta eigi eftir að breytast þar sem munurinn á þeim Peres og Lasso er sáralítill og um 10 prósent atkvæða enn ótalin. Útgönguspár bentu til þess að Lasso hefði fengið á milli 21 og 22 prósent atkvæða og hreppt annað sætið.
Til að ná kjöri í fyrri umferð kosninganna þarf frambjóðandi annað hvort að fá 50 prósent atkvæða og einu betur, eða 40 prósent atkvæða og um leið tíu prósentustigum fleiri atkvæði en næsti frambjóðandi. Hvorugt gerðist í gær, og því þarf að kjósa á milli þeirra Arauz og Perez - eða mögulega Arauz og Lasso - í seinni umferð kosninganna 11. apríl.
Sósíalisti og frumbyggi eigast við
Arauz er 36 ára doktor í hagfræði sem starfað hefur mikið í opinbera geiranum, meðal annars í seðlabanka Ekvadors, auk þess sem hann gegndi ráðherrastöðu í ríkisstjórn Rafaels Correa á árunum 2015 - 2017.
Perez er rúmlega fimmtugur frumbyggi af Cañari-þjóðinni. Hann er frambjóðandi Pachakutik-flokksins, flokks vinstrisinnaðra frumbyggja, og var formaður samtakanna Ecuarunari, baráttu- og réttindasamtaka frumbyggja, um margra ára skeið.