Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vörum að verðmæti 10 milljóna króna stolið í innbroti

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrot í lagerhúsnæði við Rauðhellu í Hafnarfirði laust fyrir hádegi í dag.

Lögregla hefur eftir eiganda hússins að stolið hafi verið sárabindum og rannsóknartækjum af ýmsu tagi sem hann álítur vera um tíu milljón króna virði.

Eigandi mun hafa síðast verið í húsinu fyrir viku þannig að ekki er alveg ljóst hvenær brotist var inn. Málið er í rannsókn.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV