Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Segjast hafa fyrirbyggt valdarán á Haítí

07.02.2021 - 22:08
epa08982914 Haitian police fire tear gas at protesters in the Champs de Mars square, in front of the National Palace, in Port-au-Prince, Haiti, 02 February 2021. Activities came to a standstill again in the Haitian capital, Port-au-Prince, and in some of the country's main cities on the second day of a general strike calling for the resignation of the nation's president Jovenel Moise.  EPA-EFE/Jean Marc Herve Abelard
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Yfirvöld í Karíbahafsríkinu Haítí segjast hafa fyrirbyggt banatilræði við Jovenel Moise, forseta landsins, í dag. Dómsmálaráðherrann, Rockefeller Vincent, segir að tekist hafi með því að koma í veg fyrir valdarán í landinu. Hið minnsta 23 segir ráðherrann að hafi verið handtekin.

Þeirra á meðal eru háttsettur dómari og lögreglufulltrúi. Moise þakkar yfirmanni öryggismála líf sitt, en hann segist þess fullviss að til hafi staðið að vega hann.

Miklar deilur hafa staðið yfir á Haítí um hvenær kjörtímabili Moise forseta lýkur. Stjórnarandstaðan fullyrðir að hann eigi að láta af völdum á morgun sunnudag en Moise sjálfur segist ætla að sitja sem fastast til 7. febrúar 2022.

Moise var upphaflega kjörinn árið 2015 en ásakanir um kosningasvindl urðu til þess að úrslitin voru gerð ógild. Hann var loks kosinn árið eftir og mjög hefur verið deilt um stöðu hans allt frá árinu 2018.

Bandaríkin viðurkenndu áframhaldandi setu Moise í embætti á föstudaginn var.