„Myndin sem kemur upp er heldur dapurleg,“ sagði Tryggvi í Silfrinu. Hann sýndi niðurstöður rannsókna og kannana, sem hann hefur rýnt í og sýna, meðal annars, að 34,4 prósent drengja geta ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla. Hann benti á að hlutfallið væri tvöfalt hærra en hjá stúlkum, staðan væri verri hjá drengjum á Íslandi en í öðrum ríkjum og sömuleiðis að hún fari versnandi. Meðal nemenda sem eru í lægri þrepum lesskilnings eru drengir einnig í meirihluta. Þá sagði Tryggvi einnig frá könnun á vegum Menntamálastofnunar sem sýnir að stúlkum sé hrósað oftar en drengjum í skólanum.