Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Lofa viðbrögðum við brottrekstri sendiráðsstarfsmanna

06.02.2021 - 12:40
epa08988364 A handout photo made available by the press service of the Russian Foreign Affairs Ministry shows Russian Foreign Minister Sergei Lavrov (L) and High Representative of the EU for Foreign Affairs and Security Policy, Josep Borrell (R) during their meeting in Moscow, Russia, 05 February 2021. Borrell is on a working visit to Moscow.  EPA-EFE/RUSSIAN FOREIGN AFFAIRS MINISTRY HANDOUT -- MANDATORY CREDIT -- HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Sergei Lavrov (t.v.) og Josep Borrell á fundi í Moskvu í morgun. Mynd: EPA-EFE - RUSSIAN FOREIGN AFFAIRS MINISTRY
Þjóðverjar, Pólverjar og Svíar hafa brugðist hart við þeirri ákvörðun Rússa að vísa starfsmönnum utanríkisþjónustunnar frá þessum löndum heim. Þýsk stjórnvöld segja að þessu verið ekki látið ósvarað.

 

Rússnesk stjórnvöld tilkynntu í gær að embættismönnum í utanríkisþjónustu þriggja landa, Þýskalands, Svíþjóðar og Póllands, sem starfað hafa í Rússlandi, verði vísað út landi. Ástæðan er þátttaka þeirra í mótmælum til stuðnings stjórnarandstæðingsins Aleksei Navalny, sem nú er í fangelsi. Stjórnvöld telja mótmælin ólögleg.

Fulltrúar allra þjóða hafa brugðist við. Svíar aftaka það reyndar með öllu að embættismenn þeirra hafi tekið þátt í mótmælunum og áskilja sér rétt til að bregðast við. Pólverjar segja að ákvörðunin geti leitt til stirðari samskipta milli þjóðanna. Og Angela Merkel kanslari Þýskalands segir ekki hægt að réttlæta þennan brottrekstur og sé enn eitt dæmi um hluti sem gerast í Rússlandi og sé á skjön við lög. Í yfirlýsingu sögðu þýsk stjórnvöld jafnframt að brugðist verði við þessari ákvörðun ef hún verður ekki endurskoðuð.

Fréttaskýrendur segja það ekki tilviljun að þessi ákvörðun sé tekin á sama tíma og Josep Borel utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sé í heimsókn í Moskvu til að ræða stöðuna í samskiptum þess og Rússa. Brotteksturinn hefði getað átt sér stað hvenær sem er, en með því að gera það á þessum tíma sé verið að senda skilaboð -  það skipti engu hvað sé predikað um frelsi og mannréttindi, Rússum standi á sama og geri það sem þeim sýnist. 

 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV