Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hafa náð tökum á eldunum við Perth

06.02.2021 - 05:31
epa08983681 A handout photo made available by Western Australia's Department of Fire and Emergency Services (DFES) shows firefighters battling a blaze at Wooroloo, near Perth, Western Australia, Australia, 02 February 2021 (issued 03 February 2021). More than 70 homes have been destroyed by a bushfire that's been burning out of control in Perth's northeastern suburbs since 01 February.  EPA-EFE/EVAN COLLIS/DFES HANDOUT  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - DFES
Slökkviliðsmönnum í Vestur-Ástralíu hefur tekist að hemja útbreiðslu gróðureldanna sem geisað hafa í útjaðri og næsta nágrenni ríkishöfuðborgarinnar Perth að undanförnu. Darren Klemm, yfirslökkviliðsstjóri Vestur-Ástralíu, greindi frá þessu á fréttamannafundi í morgun.

 

Þótt tekist hafi að hefta frekari útbreiðslu eldanna loga þeir enn á stórum svæðum og hlýir vindar torvelda slökkvistörf nú sem fyrr. Nógu tryggt þyki þó að þeir teygi sig ekki í íbúabyggð úr þessu til að lækka viðbúnaðarstig, ekki síst í ljósi þess að spáð er rigningu á svæðinu innan skamms.

86 heimili eyðilögðust í eldunum, sjö slökkviliðsmenn hlutu minniháttar meiðsli og um 100 ferkílómetrar gróðurlendis hafa brunnið til þessa.