Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Leiðtogi al-Kaída á Arabíuskaga í haldi síðan í haust

epa04872866 A photograph made available 05 August 2015 shows Yemeni forces backed by the Saudi-led coalition patrolling at a street after they controlled a strategic airbase in the southern province of Lahj, Yemen, 04 August 2015. Yemeni pro-government fighters have retaken full control of the strategic al-Anad airbase in the southern province of Lahj from Shiite Houthi rebels, the Defence Ministry said. Al-Anad is the country's largest base previously used by the US air forces as an intelligence-gathering hub and a platform for launching drone attacks on the Yemeni branch of al-Qaeda.  EPA/STRINGER
Stríð hefur geisað í Jemen frá 2014 Mynd: EPA
Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Al Kaída í Jemen og á Arabíuskaganum öllum hefur verið í fangelsi um margra mánaða skeið, samkvæmt skýrslu eftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem flutt var Öryggisráðinu í gær. Samkvæmt henni var Khalid Batarfi, sem tók við stjórnartaumunum í Al Kaída á Arabíuskaganum fyrir ári síðan, handtekinn í hernaðaraðgerð í bænum Ghayda í suðausturhluta Jemen í október síðastliðnum. Næstráðandi hans, Saad Atef al-Awlaqi, er sagður hafa fallið í sömu hernaðaraðgerð.

Þetta er í fyrsta sinn sem handtaka Batarfis hefur verið staðfest opinberlega, en orðrómur þar að lútandi hefur verið á sveimi síðan í haust. Í skýrslu eftirlitsnefndarinnar er ekki farið nánar út hernaðaraðgerðina né greint frá því hverjir hafa hann í haldi og hvar.

CNN greinir frá því að óstaðfestar fregnir hermi að hersveitir hliðhollar Jemensforseta hafi ráðist gegn al-Kaídamönnum í Ghayda í október, tekið Batarfi höndum og framselt hann í hendur bandamanna sinna í Sádi-Arabíu.