Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Borrell segir samskiptin við Rússa stirð

05.02.2021 - 10:08
epa08988364 A handout photo made available by the press service of the Russian Foreign Affairs Ministry shows Russian Foreign Minister Sergei Lavrov (L) and High Representative of the EU for Foreign Affairs and Security Policy, Josep Borrell (R) during their meeting in Moscow, Russia, 05 February 2021. Borrell is on a working visit to Moscow.  EPA-EFE/RUSSIAN FOREIGN AFFAIRS MINISTRY HANDOUT -- MANDATORY CREDIT -- HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Sergei Lavrov (t.v.) og Josep Borrell á fundi í Moskvu í morgun. Mynd: EPA-EFE - RUSSIAN FOREIGN AFFAIRS MINISTRY
Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði samskiptin við Rússa stirð um þessar mundir þegar hann gekk á fund Sergeis Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í Moskvu í morgun. 

Borrell sagði mál stjórnarandstöðuleiðtogans Alexeis Navalnys eiga þátt í því og kvaðst ætla að bera það mál upp á fundinum. 

Navalny var á ný leiddu fyrir rétt í Moskvu í morgun, að þessu sinni sakaður um ærumeiðingar í umfjöllun um myndband í fyrra þar sem lýst var yfir stuðningi við að Vladimir Pútín forseti gæti sóst eftir endurkjöri tvö kjörtímabil í viðbót.