Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Spútnik-bóluefni til Mexíkós og Brasilíu

epaselect epa08983840 A man receives the vaccine Russia's Sputnik V Gam-COVID-Vac against the coronavirus disease COVID-19 at the vaccination point at the Columbus shopping mall in Moscow, Russia, 03 February 2021. Russia began a program for mass vaccination against COVID-19 disease, caused by SARS-CoV-2 coronavirus, using the Sputnik V vaccine from January 19. About 8.2 million doses of coronavirus vaccines have been released in Russia. More than 420 thousand people were vaccinated in Moscow. The number of vaccination stations in Russia is growing rapidly: in about a week it increased almost one and a half times - from 2.25 thousand to 3.1 thousand.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnvöld í Mexíkó hafa tryggt sér milljónir skammta af rússneska bóluefninu Spútnik. Brasilíumenn eru að leggja lokahönd á samninga um kaup á milljónum skammta af hvorutveggja Spútnik-bóluefninu og indverska bóluefninu Covaxin. Spútnik er talið álíka skilvirkt og bestu, vestrænu bóluefnin á markaðnum en áreiðanlegar upplýsingar um virkni Covaxin liggja ekki fyrir.

Mexíkóar sömdu um 24 milljónir skammta

Hugo Lopez-Gatell, aðstoðarheilbrigðisráðherra Mexíkós, tilkynnti á þriðjudag að heilbrigðisyfirvöld hefðu gefið út neyðarleyfi fyrir notkun Spútnik-bóluefnisins og samið um kaup á allt að 24 milljónum skammta.

Áætlað er að 7.4 milljónir skammta berist til landsins á næstu þremur mánuðum og meira í maí. Byrjað var að bólusetja Mexíkóa á aðfangadag með bóluefni Pfizer-BioNTech og leggja yfirvöld allt kapp á að bólusetja sem flesta landsmenn sem allra fyrst. Um 126 milljónir manna búa í Mexíkó. Nær 1,9 milljónir hafa greinst með COVID-19 og ríflega 161.000 dáið úr sjúkdómnum.

9,3 milljónir smitaðar í Brasilíu

Enn fleiri hafa smitast og dáið í Brasilíu, þar sem rúmlega 9,3 milljónir tilfella hafa verið staðfest og nær 228.000 látið lífið. Um 210 milljónir manna búa í Brasilíu, þar sem bólusetning hófst 17. janúar.

Í tilkynningu frá brasilíska heilbrigðisráðuneytinu segir að fulltrúar þess muni funda með framleiðendum hvorutveggja Spútnik og hins indverska Covaxin á föstudag til að ganga frá samningum um kaup á bóluefni. Ætlunin sé að kaupa 10 milljónir skammta af Spútnik og 20 milljónir skammta af Covaxin.

Spútnik líka í Venesúela og Argentínu

Byrjað er að bólusetja með Spútnik í Venesúela og Argentínu, og í gær tilkynntu stjórnvöld í Níkaragva að þar væri einnig búið að gefa út neyðarleyfi til notkunar á rússneska bóluefninu. Í Kólumbíu er hins vegar búið að veita neyðarleyfi til að nota hið kínverska Sinovac-bóluefni. 

Áreiðanlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að virkni Spútnik-bóluefnisins er litlu eða engu minni en virkni bóluefna frá Pfizer-BioNTech og Moderna, eða tæplega 93 prósent. Um virkni Sinovac og Covaxin liggja  enn engar áreiðanlegar upplýsingar fyrir.