Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Kraftur afhenti undirskriftir gegn seinkun skimana

04.02.2021 - 11:53
Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson / RÚV
31 kona og fulltrúar frá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein, afhentu heilbrigðisráðuneytinu í morgun rúmlega 37 þúsund undirskriftir þar sem áætluðum breytingum á brjóstaskimunum er mótmælt.

Fyrirhugað var að hefja brjóstaskimun kvenna tíu árum síðar en nú er gert; við 50 ára aldur í stað 40, en ráðherra hefur ákveðið að fresta breytingunni um óákveðinn tíma eftir hörð viðbrögð. 

Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir fréttamaður ræddi við Elínu Söndru Skúladóttur, formann Krafts, og Lindu Sæberg í morgun.