Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Opnað aftur við Jökulsá á Fjöllum

Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RUV
Þjóðvegur eitt milli Austur- og Norðurlands hefur verið opnaður aftur. Gæsla verður áfram við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum.

Veginum var lokað um hádegisbilið í gær vegna aukinnar krapasöfnunar í ánni og talin var hætta á öðru krapaflóði.

Nú hefur verið tekin ákvörðun um að opna aftur. Takmarkanir verða þó áfram og aðeins opið milli klukkan níu og átján, en lokað yfir nóttina. Gæsla verður á svæðinu við Jökulsárbrú. Þessi ákvörðun gildir til föstudags.