Ísrael ber höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir þegar kemur að fjölda bólusetninga miðað við íbúafjölda. Hátt í 60 af hverjum 100 íbúum landsins hefur þegar fengið fyrstu bólusetningu. Í byrjun árs var greint frá því að stjórn Netanyahus hefði gert samning við Pfizer sem tryggði öllum yfir 16 ára bólusetningu fyrir lok mars. Í Ísrael búa um níu milljónir.
Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er búið að gefa um 35 af hverjum 100 búum landsins fyrstu bólusetningu. Þar á bæ er notast við kínverska bóluefnið Sinopharm, sem ekki hefur verið vottað af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.
Upplýsingarnar eru fengnar úr gagnagrunninum Our World in Data sem vísindamenn hjá Oxford-háskóla halda utan um. Í þriðja sæti eru Seychelles-eyjar. Þar er búið að bólusetja um þriðjung af þeim 100 þúsund sem þar búa.