Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Grímunotkun og tvöföld skimun lykilatriði

Grímuskylda getur haldið útbreiðslu farsóttarinnar í skefjum og ef henni verður haldið til streitu er því spáð að faraldurinn fari ekki aftur á flug hér á landi. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir að grímunotkun hafi meðal annars sálræn áhrif. „Þetta sýnir okkur að það er eitthvað í gangi. Við förum varlegar, við tölum lægra og minna og förum ekki ofan í næsta mann,“ segir hann. Þá er þýðingarmikið að halda áfram tvöfaldri skylduskimun á landamærunum.

Thor var gestur Einars Þorsteinssonar í Kastljósi kvöldsins og ræddi spá IHME (Institute for Health Metrics and Evaluation) um þróun faraldursins víða um heim. Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan.

Samkvæmt svörtustu spá gæti daglegur fjöldi smita hér á landi aukist jafnt og þétt á næstu mánuðum og náð 45 smitum um miðjan maí. Líklegast þykir hins vegar að smitum fjölgi örlítið þar til í lok mars þegar þeim byrjar aftur að fækka. Sé grímunotkun haldið til streitu má hins vegar búast við að daglegum smitum fækki að meðaltali áfram. Thor ræðir einnig hvaða áhrif það hefði ef breska afbrigði veirunnar breiddist út hér á landi.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
einar's picture
Einar Þorsteinsson
Fréttastofa RÚV
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV