Þetta kemur fram á vef keppninnar. Þar segir að hollensk yfirvöld hafi gefið vilyrði fyrir því að keppendur fái að ferðast óhindrað til landsins, leyfi staða kórónuveirufaraldursins það.
Skipuleggjendur Eurovision hafa dregið upp fjórar sviðsmyndir af því hvernig hægt yrði að halda keppnina og núna er unnið eftir plani B. Í því felst meðal annars að hömlur verða á fjölda þeirra blaða- og fréttamanna sem geta verið viðstaddir keppnina og viðburðum sem tengjast keppninni verður haldið í lágmarki.
Aðrar sviðsmyndir gera ráð fyrir að engir keppendur komi til Rotterdam og að engir áhorfendur verði viðstaddir. Framlag Íslands, lag Daða Freys Péturssonar, verður frumflutt í þættinum Straumar á RÚV 13. mars.