Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Vill að ESB miðli málum á milli Bandaríkjanna og Írans

02.02.2021 - 01:45
epa08972600 A handout photo made available by the Turkish Foreign Minister press office shows Iranian Foreign Minister Mohammad Javad Zarif speaks during a press conference with Turkish Foreign Minister Mevlut Cavusoglu (not pictured) after their meeting in Istanbul, Turkey 29 January 2021. Zarif is in Turkey for one day official visit.  EPA-EFE/CEM OZDEL/HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - TURKISH FOREIGN MINISTER RESS OF
Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, vill að Evrópusambandið leiði viðræður um endurkomu Bandaríkjanna að kjarnorkusáttmálanum við Íran. Bæði Bandaríkjastjórn og stjórnvöld í Teheran segjast reiðubúin að ganga aftur til samninga, en hvorugt ríkjanna vill taka fyrsta skrefið.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst stuðningi við að Bandaríkin komi aftur að samningnum. Forveri hans, Donald Trump, dró Bandaríkin úr kjarnorkusáttmála Írans við stórveldin og lagði aftur viðskiptaþvinganir á Íran.

Biden krefst þess að Íranir dragi úr kjarnorkubrölti sínu og standi við skilyrði sáttmálans áður en Bandaríkin koma aftur inn í hann. Íranir vilja á móti að Bandaríkjastjórn dragi viðskiptaþvinganir gegn ríkinu til baka áður en þeir ganga aftur til samninga.

Zarif sagði í viðtali við CNN fréttastöðina að mögulega gæti Evrópusambandið miðlað málum. Hann sagði Josep Borrell, yfirmann utanríkismála hjá ESB, vel til þess fallinn að leiða viðræðurnar.