Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Vegagerðin herðir reglur um framkvæmdir

02.02.2021 - 17:49
Mynd: Freyr Arnarson / RÚV
Vegagerðin hefur sett nýjar reglur um öryggi vega. Reglurnar ná til allra sem vinna við framkvæmdir fyrir Vegagerðina. Þær taka gildi í vor. Tilgangurinn er að auka öryggi, segir forstjóri Vegagerðarinnar. Reglurnar eiga að tryggja að vegir verði ekki hættulegir þegar framkvæmdum við þá lýkur.

Meiri kröfur til verktaka

Vegagerðin kynnti nýju reglurnar í morgun. Kröfur til verktaka verða stórauknar. Líka kröfur um eftirlit með malbikun og klæðningu. Bergþóra Þorkelsdóttir er forstjóri Vegagerðarinnar. Bergþóra segir að það verði fræðsla um reglurnar. Þeir sem taka að sér vegaframkvæmdir fyrir Vegagerðina verði að taka próf í reglunum.

Eftirliti með framkvæmdum breytt

Bergþóra segir að eftirliti með vegagerð verði breytt. Eftirlitsmenn þurfa þá fag-gildingu, það er sérstakt leyfi til að sinna eftirlitinu. Breytingarnar á reglunum kosta talsvert fé. „Öll vinna kostar en í mínum huga eru þetta algjörlega tímabærar breytingar,“ segir Bergþóra.