Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Miklir eldar í nágrenni Perth

02.02.2021 - 08:31
In this photo provided by Department of Fire and Emergency Services, firefighters attend a fire at Wooroloo, near Perth, Australia, Monday, Feb. 1, 2021. An out-of-control wildfire burning northeast of the Australian west coast city of Perth has destroyed an estimated 30 homes and was threatening more Tuesday, with many locals across the region told it is too late to leave. (Greg Bell/DFES via AP)
Slökkviliðsmenn berjast við elda nærri þorpinu Wooroloo, norðaustur af Perth. Mynd: ASSOCIATED PRESS - DFES
Að minnsta kosti þrjátíu hús hafa brunnið í gróðureldum nærri borginni Perth í Vestur-Ástralíu. Margir hafa orðið að flýja heimili sín. Ekki er vitað um upptök eldanna, sem kviknuðu í gær, en um 7.500 hektarar lands hafa brunnið.

Engan hefur sakað svo vitað sé, en Mark McGowan, forsætisráðherra Vestur-Ástralíu, segir ástandið alvarlegt. Hvassviðri torveldi slökkvistarf og veðurútlit sé ekki gott. Um 250 slökkviliðsmenn berjast við eldanna og hafa flugvélar verið sendar til hjálpar.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV