Slökkviliðsmenn berjast við elda nærri þorpinu Wooroloo, norðaustur af Perth. Mynd: ASSOCIATED PRESS - DFES
Að minnsta kosti þrjátíu hús hafa brunnið í gróðureldum nærri borginni Perth í Vestur-Ástralíu. Margir hafa orðið að flýja heimili sín. Ekki er vitað um upptök eldanna, sem kviknuðu í gær, en um 7.500 hektarar lands hafa brunnið.
Engan hefur sakað svo vitað sé, en Mark McGowan, forsætisráðherra Vestur-Ástralíu, segir ástandið alvarlegt. Hvassviðri torveldi slökkvistarf og veðurútlit sé ekki gott. Um 250 slökkviliðsmenn berjast við eldanna og hafa flugvélar verið sendar til hjálpar.