Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Víðförult málverk eftir Churchill boðið upp

Mynd: RÚV / RÚV

Víðförult málverk eftir Churchill boðið upp

01.02.2021 - 22:29

Höfundar

Málverk eftir Winston Churchill fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands verður boðið upp eftir mánuð og er vonast til að metupphæð fáist fyrir það. Fjölmargir hafa átt verkið, meðal annars fyrrum Bandaríkjaforseti og ein frægasta leikkona heims.

Verkið verður boðið upp í uppboðshúsinu Christie's. Verkið ber nafnið Turn Koutoubia-moskunnar og er af samnefndri mosku í Marrakech í Marokkó sem var reist á tólftu öld. Churchill málaði fjölmargar myndir, en þessi var máluð skömmu eftir að hann og Franklin Roosevelt þáverandi Bandaríkjaforseti höfðu hist á ráðstefnu í Marokkó nítján hundruð fjörutíu og þrjú.

Churchil, sem var afkastamikill málari, gaf svo Roosevelt þessa mynd en hún er sú eina sem hann málaði meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð. Sonur Roosevelt seldi hana svo eftir dauða föður síns og síðan þá hefur hún verið seld nokkrum sinnum. Brad Pitt og Angelina Jolie eignuðust myndina fyrir tíu árum en listaverkasafn þeirra var eitt af bitbeinunum þegar þau skildu formlega fyrir tveimur árum. Það er fjölskylda Jolie sem nú selur myndina. Orchard vonast til að met verði sett í söluverði fyrir mynd frá Churchill.
 

Tengdar fréttir

Erlent

Boris: „Látið Churchill í friði"

Stjórnmál

Tveir orðheppnir orðhákar

Evrópa

Gullsalerni stolið af æskuheimili Churchill