Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Rauf sóttkví til að fara á sjóinn

01.02.2021 - 16:06
Mynd með færslu
 Mynd: Visir hf - RÚV
Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær. Tíu manns sem voru að koma til Íslands greindust með smit á landamærunum. Einn þeirra er með virkt smit. Hann gæti því smitað aðra.

Skipverji á línubátnum Fjölni GK frá Grindavík greindist með COVID-19 í gær. Öll áhöfnin á Fjölni fór í sóttkví vegna þess. Skipverjinn var með gamalt smit. Það er ekki virkt og hann smitar því ekki annað fólk lengur. Maðurinn var nýkominn frá Póllandi. Hann átti að vera í sóttkví þegar hann fór um borð í skipið. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn býst við að maðurinn fái sekt fyrir að rjúfa sóttkví.