Kristín Sesselja - Breakup Blues

Mynd: Kristín Sesselja / Kristín Sesselja

Kristín Sesselja - Breakup Blues

01.02.2021 - 15:40

Höfundar

Breakup Blues er önnur þröngskífa Kristínar Sesselju en árið 2017 gaf hún út plötuna Freckles. Breakup Blues er sjö laga verk sem listakonan vill meina að sé í raun mun þroskaðari, persónulegri og poppaðari en nokkuð annað sem hún hefur gert fram að þessu. 

Af Breakup Blues gaf Kristín út smáskífurnar FUCKBOYS, What would I do without you? og Type. Kristín vill með plötunni sýna margar mismunandi tilfinningar og hliðar þess að ganga í gegnum erfið sambandsslit. Breakup Blues fylgir að sögn Kristínar Sesselju leið hennar að því að samþykkja sjálfa sig og finna hamingju í lífinu þrátt fyrir sorgir fortíðar.

Kristín Sesselja vann plötuna ástamt Baldvin Hlynssyni unnu plötuna en hún var unnin á tæpu ári frá því í ágúst 2019 fram í mars í fyrra. Platan var unnin í þremum löndum, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Ástæður þess voru að Kristín Sesselja gekk í heimavistarskóla í Noregi og samdi öll lögin þar. Hún sendi þau svo yfir á Baldvin sem stundar tónlistarnám í Stokkhólmi þar sem hann vann útsetningarnar. Síðan tóku þau upp söng á Íslandi jólin 2019.

Platan hefur notið vinsælda bæði í útvarpi á Íslandi þar sem lagið Earthquake sat í fyrsta sæti á vinsældarlista Rásar 2 og What would I do without you? var á þeim sama lista í um sex vikur. Lögin hafa náð út fyrir landsteinana líka og vakið athygli í erlendum fjölmiðlum.

Breakup Blues, önnur þröngskífa Kristínar Sesselju, er plata vikunnar á Rás 2 og verður flutt í heild sinni ásamt kynningum hennar að loknum 10-fréttum í kvöld og er aðgengileg í spilara.

Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sesselja - Breakup Blues