
Íbúafundur um samgöngur og snjóflóðavarnir
Það er Fjallabyggð sem stendur fyrir fundinum sem verður streymt beint á Teams og er öllum opinn.
Tómas Jóhannesson og Hrapa Grímsdóttir, frá Veðurstofunni, fjalla um snjófljóðahættu neðan snjóflóðavarnargarða og rýmingaráætlun fyrir svæðið undir Strengsgili á Siglufirði. Einnig um nýafstaðna snjóflóðahrinu á Norðurlandi og þá rýmingu sem gripið var til á Siglufirði.
Heimir Gunnarsson, fulltrúi Vegagerðarinnar, fjallar um vetrarþjónustu á vegum sem tengjast Fjallabyggð og vegakerfið í sveitarfélaginu.
Þá fjallar Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, um aðkomu Almannavarna.
Íbúar eru hvattir til að senda spurningar með tölvupósti fyrir fundinn og Elías Pétursson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir að einnig verði hægt að spyrja beint á fundinum í gegnum sérstakan spurningaglugga.