Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

BioNTech lofar Evrópusambandinu fleiri skömmtum

epa08951830 The Pfizer-BioNTech vaccine at a vaccination centre in Salisbury Cathedral in Salisbury, Britain, 20 January 2021. More than four million people in the UK have received their first dose of a Covid-19 vaccine, according to government figures. People in their 70s and the clinically extremely vulnerable in England are now among those being offered the vaccine.  EPA-EFE/NEIL HALL
Bóluefni Pfizer og BioNTech. Mynd: EPA-EFE - EPA
Þýska líftæknifyrirtækið BioNTech sem tók þátt í þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni í samvinnu við bandaríska fyrirtækið Pfizer ætlar að sjá Evrópusambandinu fyrir 75 milljónum aukaskammta af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. Tímaritið Der Spiegel hefur þetta í dag eftir Sierk Poetting, fjármála- og rekstrarstjóra fyrirtækisins.

Ráðamenn ESB eru gagnrýndir fyrir að hafa pantað of lítið af bóluefni og of seint. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði á Twitter í gær að bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca ætlaði á fyrsta ársfjórðungi að afhenda níu milljónir skammta af bóluefni sínu til viðbótar við það sem áður var um samið. Hún segir að stefna Evrópusambandsins sé óbreytt; að bólusetja sjötíu prósent fullorðinna í aðildarríkjunum fyrir lok sumars. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV