Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Allt að 15 stiga frost í innsveitum

Mynd með færslu
 Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Veðurstofan spáir hægri suðlægri breytilegri átt og bjartviðri yfirleitt til miðnættis í dag. Gert er ráð fyrir austan- og suðaustan kalda eða stinningskalda, 8 til 13 metrum á sekúndu syðst. Frost verður á bilinu tvö til fimmtán stig en í kringum frostmark syðst.

Eftir hæglætis verður um helgina og bjarta daga er ekki útlit
fyrir miklar breytingar, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings. Vetrarfærð er á landinu en ferðaveður ágætt að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. 

Vegna krapastíflu við Jökulsá á Fjöllum verður þjóðvegur 1 aðeins opinn í björtu, milli klukkan níu að morgni til klukkan sex síðdegis. Umferðarstýring er við brúna yfir Jökulsá en fært er um þjóðveg 85 eftir norðausturströndinni meðan lokað er. 

Kaldast verður í innsveitum á Norðaustanverðu landinu. Á höfuðborgarsvæðinu verður frost allt að sex stigum og bjart með köflum. Hæglætisvindur, kul, gola eða stinningsgola 3 til 8 metrar á sekúndu. Búist er við hlýnandi veðri á morgun. 

Fremur hægur vindur verður ríkjandi í vikunni sem er að
byrja en strekkingur með suðurströndinni. Búist er við við dálítlum éljum af og til í mörgum landshlutum en að bjartara verði þess á milli. 

Áfram verður kalt á landinu fram yfir næstu helgi að því er fram kemur á vef Veðurstofu, frost nær víða allt að tólf stigum. 

Fréttin var uppfærð kl. 10:49

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV