Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Palestínumenn fá bóluefni frá Ísraelum

epa08976889 A doctor prepares  a COVID-19 vaccine at a public health centre in Jakarta, Indonesia, 31 January 2021. Indonesia has reported more than one million COVID-19 cases since the beginning of the pandemic, the highest number in Southeast Asia  EPA-EFE/ADI WEDA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ísraelar hyggjast gefa heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu 5.000 skammta af kórónuveirubóluefni sem nýta á til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í Palestínu. Þetta verða fyrstu bólusetningarnar í Palestínu, en Ísrael er meðal þeirra landa þar sem hæsta hlutfall landsmanna hafa verið bólusettir.

Ísraelsk stjórnvöld gerðu samninga við Pfizer/BioNTech og Moderna um kaup á kórónuveirubóluefni áður en mörg önnur ríki voru farin að huga að slíkum samningum.  Benny Gantz, varnarmálaráðherra landsins greindi frá því nýverið að byrjað væri að bólusetja um þriðjung þjóðarinnar.  

Alþjóðaheilbrigðisstofunun WHO hefur lýst yfir áhyggjum á þeim mikla mun sem er á aðgengi Ísraela og Palestínumanna að bóluefninu. Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið í sama streng og hvatt Ísraela til að bjóða Palestínumönnum á Vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu aðgang að bólusetningu.