Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Ekkert innanlandssmit — sex við landamærin

Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Enginn greindist með kórónuveirusmit í gær. Sex smit greindust við landamærin. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um fjölda smita.

Í fyrradag greindist eitt smit innanlands og eitt við landamærin, daginn þar áður greindist ekkert smit innanlands og daginn áður greindust tvö smit.