Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Dagur B. Eggertsson verður í Silfri dagsins

Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Fyrsti gestur Sigmars Guðmundssonar í Silfri dagsins er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Þá mætast þeir Friðjón Friðjónsson almannatengill og Brynjar Níelson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Að lokum kemur Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við HR í þáttinn.

Silfrið hefst klukkan 11 og verður í beinni útsendingu hér á ruv.is.

Dagur sagði í viðtali við fréttastofu fyrir helgi að hann væri verulega sleginn eftir að skotið var úr byssu í gegn um farþegahurðina á bíl fjölskyldu hans. Árásin var að öllum líkindum gerð fyrir utan heimili hans. Dagur sagðist þar ekki vilja trúa að þetta væri orðið einhvers konar norm í samfélaginu, að fólk í opinberum stöðum eigi á hættu að verða fyrir skaða, en nú væri mælirinn fullur.