Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Mótmælt í Póllandi þriðja kvöldið í röð

30.01.2021 - 06:42
epa08974116 Police stand guard as People take part in the 'Women's Strike' protest against the tightening of the abortion law in Warsaw, Poland, 29 January 2021.  Poland's Constitutional Tribunal on 27 January published its verdict from October 2020 that laws currently permitting abortion due to foetal defects are unconstitutional. Under the new rules, terminations will be permitted only in cases of rape and incest, or when the mother's life or health is endangered. Mass protest against the tightening of the abortion law broke out throughout Poland with thousands of people protesting against tightening the abortion law.  EPA-EFE/LESZEK SZYMANSKI POLAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - PAP
Þúsundir þustu út á götur pólskra borga þriðja kvöldið í röð í gærkvöld til þess að mótmæla innleiðingu hertra laga um þungunarrof í landinu. Mótmælendur létu takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins ekki stöðva sig, og því síður kuldann.

Lögin tóku gildi á miðvikudag. Þau kveða á um algjört bann við þungunarrofi, nema ef þungunin verður eftir nauðgun eða sifjaspell, eða ef líf eða heilsa konunnar er í hættu.

Lögin voru samþykkt á pólska þinginu í október á síðasta ári. Stjórnvöld biðu hins vegar með að fullgilda þau vegna mótmælaöldu sem braust út vegna þeirra, og urðu svo að allsherjar mótmælum gegn stjórn Laga og réttar. Guardian hefur eftir Ludwig Dorn, dálkahöfundi pólska dagblaðsins Gazeta Wyborcza, að stjórnvöld hafi valið þessa tímasetningu af ásettu ráði. Þau telji mótmælin eiga eftir að koðna niður áður en enn meiri reiði brýst út vegna aðgerða stjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og dreifingu bóluefna. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV