Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Verðlaunasýningar eftir krakka í Borgarleikhúsinu

Mynd: RÚV / RÚV

Verðlaunasýningar eftir krakka í Borgarleikhúsinu

29.01.2021 - 12:42

Höfundar

Tvö glæný leikrit eftir krakka, um krakka og leikin af krökkum voru frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær. Leikritin nefnast Skrímslalíf og Tímaflakkið mikla. Emelía Antonsdóttir Crivello sá um leikstjórn.

Sögur verðlaunahátíð barnanna er haldin hátíðleg á vorin og þar verðlauna börn það sem þeim fannst bera af í barnamenningu seinasta árs sem og taka á móti verðlaunum fyrir sín verk.

Verkefnið Krakkar skrifa í Borgarleikhúsinu er hluti af Sögu verkefninu og í gær voru verðlaunaverk ársins 2020 sett á svið. Nemendur á lokaári í Leiklistarskóla Borgarleikhússins sáum um að ljá persónum verkanna líf. Krakkarnir eru á aldrinum 10-16 ára og eru að ljúka þriggja ára námi og útskrifast sem ungleikarar.

Verðlaunaverkin eru Skrímslalíf eftir Eyþór Val Friðlaugsson, Tímaflakkið mikla eftir Júlíu Dís Gylfadóttur, Kristbjörgu Kötlu Hinriksdóttur og Þóreyju Hreinsdóttur. Eyþór Valur segir að hugmyndin hafi kviknað á Hrekkjavökunni og sé um strák sem fæðist í skrímslaheimi og einn daginn gerist eitthvað óvænt sem breytir deginum og lífi hans. Hitt verkið er, líkt og titill þess gefur til kynna, um tímaflakk. Við fylgjumst með tvíburum sem fara aftur til ársins 1918 og það er sko nóg af ævintýrum.

KrakkaRÚV kíkti í heimsókn á fyrsta samlesturinn en til stóð að frumsýna verkin í haust. Guðmundur Felixsson átti að leikstýra verkunum og hóf ferlið en vegna COVID og seinkunnar á frumsýningu settist skólastýra Leiklistarskólans; Emilía Antonsdóttir Crivello í leikstjórnarstólinn.

Sýningarnar voru sýndar í gær á Nýja sviði Borgarleikhússins. KrakkaRÚV var á staðnum og tók sýningarnar upp og verða þær aðgengilegar á vef KrakkaRÚV fljótlega.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Sögur, verðlaunahátíð barnanna 2020