Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós í Evrópu

epa08968294 (FILE) - The AstraZeneca Covid-19 vaccine in a refrigerator at Robertson House in Stevenage, Hertfordshire, Britain, 11 January 2021 (reissued 27 January 2021). AstraZeneca has rejected EU's criticism of its vaccine rollout process, after the company had announced delays in delivering the agreed doses to the bloc.  EPA-EFE/JOE GIDDENS / POOL
Þjóðverjar efast um að bóluefni AstraZeneca sé nógu gott fyrir fólk sem orðið er 65 ára og eldra. Mynd: EPA-EFE - PA
Lyfjastofnun Evrópu heimilaði í dag notkun bóluefnis bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca á Evrópska efnahagssvæðinu. Heimilt verður að nota það til að bólusetja alla sem eru orðnir átján ára og eldri. Heilbrigðisráðherra Þýskalands fór fram á að leyfið yrði skilyrt, þar sem bóluefnið veitti ekki næga vörn þeim sem væru orðnir 65 ára og eldri. Á það var ekki fallist.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV