Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Ætla að birta samninginn við AstraZeneca

FILE - This July 18, 2020, file photo, shows the AstraZeneca offices in Cambridge, England. AstraZeneca announced Monday, Aug. 31, its vaccine candidate has entered the final testing stage in the U.S. The company said the study will involve up to 30,000 adults from various racial, ethnic and geographic groups. (AP Photo/Alastair Grant, File)
 Mynd: AP
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að birta samninginn sem gerður var við bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca um kaup á bóluefni við kórónuveirunni. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, greindi frá þessu í viðtali við þýska fjölmiðilinn Deutschlandfunk. Verið er að fara yfir hvaða upplýsingar í samningnum þarf að má út, í samvinnu við fyrirtækið. 

Deila hefur sprottið upp milli Evrópusambandsins og forsvarsmanna AstraZeneca eftir að tilkynnt var fyrr í þessum mánuði um að tafir yrðu á afhendingu bóluefnisins á fyrsta ársfjórðungi vegna erfiðleika við framleiðsluna í verksmiðjum á meginlandi Evrópu. Framkvæmdastjórn ESB segir þetta vera brot á samningum og minnir á að sambandið hafi greitt fyrirtækinu háar fjárhæðir fyrir þróun bóluefnisins.