Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sérfræðingar WHO lausir úr sóttkví

28.01.2021 - 07:54
epa08970365 Members of World Health Organization (WHO) team sit in a bus as they leave the Jade Boutique hotel after the mandatory 14-day quarantine, in Wuhan, China, 28 January 2021. The international expert team from the World Health Organization (WHO) concluded their 14-day quarantine on 28 January in Wuhan and will begin to investigate the origin of COVID-19.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
Rúta sótti sérfræðinga WHO þegar þeir losnuðu úr sóttkví í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Sérfræðingar á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem komu til Kína fyrir hálfum mánuði til að rannsaka uppruna kórónuveirunnar sem greindist þar undir lok árs 2019 losnuðu úr sóttkví í morgun. Búist er við að hópurinn verði við rannsóknir í Kína í að minnsta kosti hálfan mánuð til viðbótar.

Fréttastofan Al Jazeera hafði eftir einum úr hópnum, hollenska veirufræðingnum Marion Koopman, að fólk yrði að hemja væntingar sínar, þetta væri upphafið að rannsókn sem taka kynni nokkur ár. 

Mike Ryan, einn af yfirmönnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði fyrr í þessum mánuði að óvíst væri að nokkur svör fengjust í rannsókninni.