Umhverfisyfirvöld í Senegal rannsaka nú dauða 750 pelíkana sem fundust í norðanverðu landinu. Fuglarnir voru allir í Djoudj fuglaathvarfinu í votlendinu við landamærin að Máritaníu. Þangað leita milljónir farfugla á hverju ári, og er svæðið á heimsminjaskrá Mennta- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.