Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sóttvarnir hertar í Perú

27.01.2021 - 08:07
epa08939689 Health workers are treating new covid-19 patients within the Intensive Care Unit of the Alberto Sabogal Hospital, in Callao, Peru, 15 January 2021. Authorities of the health center say that 'they are collapsed' and that they do not have more ICU beds to care for new patients, due to an increase in cases of coronavirus infections that has been called by the Peruvian health minister Pilar Mazzetti as a second wave that it can overwhelm Peru.  EPA-EFE/Luis Angel Gonzalez
Gjörgæsludeild á Alberto Sabogal-sjúkrahúsinu í Callao í Perú. Mynd: EPA-EFE - EFE
Stjórnvöld í Perú kynntu í gærkvöld hertar aðgerðir vegna verulegrar fjölgunar kórónuveirusmita undanfarnar vikur. Aðgerðirnar taka gildi á sunnudag og standa í hálfan mánuð.

Þær ná til um þriðjungs landsins, þar á meðal höfuðborgarinnar Lima, og hafa áhrif á líf sextán milljóna manna eða um helming landsmanna. Strangar ferðatakmarkanir verða í gildi, samkomu- og útgöngubann. Þá verður bannað allt flug til og frá Brasilíu, þar sem fjöldi látinna úr COVID-19 er næst mestur á eftir Bandaríkjunum. 

Francisco Sagasti, sem í nóvember var skipaður forseti til bráðabirgða í Perú, sagði í gær að ástandið hefði breyst verulega til hins verra á nýju ári. Margir hefðu virt að vettugi sóttvarnarreglur um áramótin og landsmenn væru að súpa seyðið af því. Álagið á heilbrigðiskerfið væri orðið gríðarlegt.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV