Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Landamærum Noregs næstum alveg lokað

27.01.2021 - 18:56
epa08144899 Norwegian Prime Minister and leader of the Conservative Party, Erna Solberg, speaks at a media conference after the resignation of populist coallition partner Progress Party (Fremskrittspartiet) from Norway's four party government coalition, in Oslo, Norway, 20 January 2020. The move will cause Prime Minister Solberg to lose her parliamentary majority. The populist Progress Party's resignation came after a controversy over the repatriation of a so-called 'IS bride' and her children to Norway.  EPA-EFE/TERJE BENDIKSBY NORWAY OUT
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Mynd: EPA-EFE - NTB SCANPIX
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að landamærum Noregs yrði lokað fyrir öllum sem ekki búa þar, nema ákveðnum undanþáguhópum. Takmarkanirnar, sem taka gildi á miðnætti annað kvöld, eru þær hörðustu sem gilt hafa á landamærum Noregs frá því um miðjan mars.

Meðal þeirra sem eru undanskildir reglunum eru heilbrigðisstarfsmenn sem ferðast frá Svíþjóð og Finnlandi, þeir sem starfa við vöru- og fólksflutninga, þeir sem ferðast til að vera með barni, og þeir sem hafa mjög sérstakar ástæður til að ferðast til Noregs.

Greint var frá því fyrr í dag að 82 erlendir verkamenn hefðu greinst með COVID-19 stuttu eftir komuna til Noregs, þrátt fyrir að hafa framvísað vottorði á landamærunum um að þeir væru ekki sýktir.

Erna Solberg sagði í dag að takmarkanirnar á landamærunum væru aðallega hugsaðar til að forða því að stökkbreytt afbrigði veirunnar bærust inn í landið. Hún biðlaði til landsmanna að ferðast ekki til útlanda að ástæðulausu. „Við þau ykkar sem hefur fundist í lagi að fara í frí til útlanda fram að þessu vil ég segja: Það er ekki í lagi lengur. Það er óþarfi að fara í frí til útlanda, jafnvel þótt fólk fari í sóttkví á eftir. Nú þurfum við öll að sýna samstöðu,“ sagði hún.