Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Kvikmyndahátíðinni í Cannes frestað fram á sumar

epa07569078 Workers roll out the red carpet in front of the Festival Palace ahead of the 72nd annual Cannes Film Festival, in Cannes, France, 14 May 2019. The festival runs from 14 to 25 May.  EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Kvikmyndahátíðinni í Cannes frestað fram á sumar

27.01.2021 - 17:09

Höfundar

Kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Ætlunin er að halda hátíðina 6. til 17. júlí í sumar í stað daganna 11. til 22. maí í vor eins og til stóð.

Skipuleggjendur tilkynntu þetta í dag en síðastliðið haust var ákveðið að fresta mætti hátíðinni með tilliti til stöðu faraldurins þegar nær drægi.

Þrátt fyrir tilraunir til að halda hátíðina í fyrra fór svo að allar slíkar hugmyndir runnu út í sandinn. Til stóð að bandaríski leikstjórinn Spike Lee yrði formaður dómnefndar.

Hann er þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Malcolm X og Do the Right Thing en allmargar af myndum hans hafa verið frumsýndar í Cannes. 

Frestur til að skila inn kvikmyndum fyrir hátíðina er 15. febrúar fyrir nemendur í kvikmyndaskólum, 1. mars fyrir stuttmyndir og 5. mars fyrir myndir í fullri lengd.  

Hátíðin var fyrst haldin árið 1946 og hefur oftast verið haldin í maí í ráðstefnuhöllinni Palais des Festivals et des Congrès í Cannes í Suður-Frakklandi.

Gullpálminn sem veittur er fyrir bestu kvikmyndina er einhver eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun í heimi. 

 

Tengdar fréttir

Tónlist

Grammy-verðlaununum frestað

Kvikmyndir

RIFF verður að miklu leyti rafræn kvikmyndahátíð

Kvikmyndir

Youtube blæs til tíu daga kvikmyndahátíðar á netinu