Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Hafnarsvæðinu á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu

27.01.2021 - 06:43
Mynd með færslu
 Mynd: Sveitarfélagið Skagafjörður
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Í tilkynningu lögreglur á Facebook kemur fram að stór sprunga hafi myndast í snjóalög ofan við húsnæði Vesturfarasetursins. 

Lokunin nær yfir hafnarsvæðið frá göngubrú yfir Hofsá við Frændgarð og yfir að Nöfum. Öll umferð um svæðið er að sögn lögreglu stranglega bönnuð þar til annað verður ákveðið.

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Þriðjudagur, 26. janúar 2021

 
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV