Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Byggja þarf 3000 íbúðir á ári á næstu 10 árum

27.01.2021 - 17:00
Mynd: RÚV - Vilhjálmur Þór Guðmun / RÚV
Byggja þarf þrjú þúsund íbúðir á ári til þess að sinna húsnæðisþörf landsmanna. Þetta kom fram á Húsnæðisþingi í dag hjá þeim Ólafi Sindra Helgasyni yfirhagfræðingi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Karlottu Halldórsdóttur sérfræðingar hjá sömu stofnun.

 

Líflegasta ár frá 2007 á fasteignamarkaði

Þau fjölluðu um þróunina á húsnæðismarkaði og íbúðaþörfina á þinginu. Síðasta ár, árið 2020, Covid árið, reyndist vera hið fjörugasta og umsvifamesta í kaupum og sölu á fasteignum frá árinu 2007. 

Í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir janúar kemur fram að framboð á íbúðum til sölu hefur haldið áfram að minnka og hefur dregist saman um rúmlega helming á höfuðborgarsvæðinu frá því það náði hámarki í vor. Í maí 2020 voru um 2.200 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu á hverjum tíma en fjöldinn er nú komin undir 1.000.  Á sama tíma hafa íbúðir aldrei selst jafn hratt og nú, segir í skýrslunni, en sölutíminn á höfuðborgarsvæðinu í október og nóvember var um 46 dagar en var næstum 60 dagar í upphafi árs. 

Nærri 8% verðhækkun á höfuðborgarsvæðinu

Íbúðaverð hækkað að meðaltali um 7,7% á höfuðborgarsvæðinu frá nóvember 2019 til nóvember 2020, en um 4,1% í nágrannasveitarfélögum þ.e. á Suðurnesjum, Árborg, Akranesi svo dæmi séu tekin. Annars staðar á landsbyggðinni lækkaði íbúaðverð. 

Spegillinn settist niður með þeim Ólafi Sindra og Karlottu og ræddi við þau um þróunina á húsnæðismarkaðnum að undanförnu og íbúðaþörf næstu ára.

Heyra má viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan

 

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV