Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Þúsundir mótmæltu í Ástralíu í morgun

26.01.2021 - 08:21
Members of the crowd raise their fists during an Aboriginal-lead Invasion Day rally on Australia Day in Sydney, Tuesday, Jan. 26, 2021. Many of Australia's First Nations people say that sovereignty has never been ceded and oppose ongoing colonial violence and destruction. (AP Photo/Rick Rycroft)
Mótmælendur í Sydney í morgun. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Þúsundir Ástrala virtu að vettugi sóttvarnarreglur í morgun og komu saman til að mótmæla degi Ástralíu, frídegi sem ber upp á daginn þegar Bretar stofnuðu þar fanganýlendu fyrir rúmum tvö hundruð árum.

Frumbyggjar, sem kalla þennan dag Innrásardaginn, eru afar ósáttir við þennan hátíðisdag, en þeir segja 26. janúar 1788 marka upphafið að meira en tveggja alda hörmungum og þjáningum.

Þrátt fyrir gildandi reglur um að ekki mættu fleiri koma saman en fimm hundruð, söfnuðust þúsundir saman í almenningsgarði í Sydney í morgun til þess að mótmæla.

Að sögn lögreglu voru mótmælin að mestu friðsamleg, en fimm hafi þó verið handteknir. Mótmæli voru einnig í öðrum borgum og bæjum í Ástralíu.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV