Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Þjóðverjar skoða að stöðva millilandaflug

26.01.2021 - 13:44
epa08790295 A general view of a sign reading 'Check-in' and 'departure' pictured a day after the official opening of BER Berlin Brandenburg Airport in Schoenefeld, Germany, 01 November 2020. The BER airport was opened on 31 October 2020 nearly nine years after it was supposed to open in the year 2011. A series of technical issues and general mismanagement led to a six time postponement of the opening. On 31 October 2020 two planes landed during the opening ceremony, 24 years after the construction decision of the airport was made.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þjóðverjar íhuga þann möguleika að loka nánast alveg á millilandaflug til að hægja á útbreiðslu þeirra afbrigða kórónuveirunnar sem breiðist út mun hraðar en það fyrsta. Horst Seehofer innanríkisráðherra greinir frá þessu í dag í viðtali við dagblaðið Bild.

Seehofer segir að hættan sem við blasir kalli á að gripið verði til mun harðari sóttvarna en hingað til, þar á meðal herta landamæravörslu, einkum frá löndum þar sem farsóttin er útbreiddust. Einnig komi til greina að fara að dæmi Ísraelsmanna og stöðva millilandaflug nánast alveg. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV