Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Samkomur takmarkaðar í Grikklandi

26.01.2021 - 09:14
epa08955466 University students shout slogans as they take part in a protest against the education ministry's new bill in Thessaloniki, Greece, 21 January 2021. Students and professors protested against proposals for a university police force, changes in the system for admission to higher education and a number of other issues.  EPA-EFE/DIMITRIS TOSIDIS
Frá mótmælum námsmanna í Þessalóníku í síðustu viku. Mynd: EPA-EFE - ANA-MPA
Yfirvöld í Grikklandi gáfu í morgun út tilkynningu að ekki mættu fleiri safnast saman á einum stað en eitt hundrað manns. Þær takmarkanir yrðu í gildi í eina viku að viðlagðri sekt yrði þær brotnar.

Yfirvöld segja heilbrigðissjónarmið að baki þessari ákvörðun, en aðrir telja þetta gert til að hindra boðuð mótmæli næstu viku.  Námsmenn hafa boðað mótmæli á fimmtudag, en þeir hafa undanfarnar vikur mótmælt áformum um að skipa sérstakar lögreglusveitir til löggæslu við háskóla landsins.

Herskáir vinstri menn hafa auk þess boðað mótmæli á föstudag til að lýst yfir stuðningi við fangelsaðan félaga sinn og stjórnleysingjar ætla að efna til mótmæla við ráðhúsið í Aþenu næstkomandi mánudag.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV