Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Lögregla varar við fölsuðum peningaseðlum í umferð

Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV - RÚV Anton Brink
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nokkur mál til rannsóknar þar sem tilkynnt hefur verið um falsaða 5 og 10 þúsund króna peningaseðla. Jafnframt hefur falsaðra evru-seðla orðið vart að því er fram kemur á vefsíðu lögreglunnar.

Því beinir lögregla þeim tilmælum til afgreiðslufólks að hafa varann á og að kynna sér helstu öryggisþætti íslenskra peningaseðla. Þá er að finna á vefsíðu Seðlabanka Íslands, en öryggisþáttum seðla hefur fjölgað mjög undanfarin ár.

Upplýsingar um öryggisþætti evru-seðla má finna á vef Evrópska seðlabankans. Slíkar upplýsingar eiga að auðvelda aðgreiningu milli falsaðra og ófalsaðra seðla. Lögregla hvetur fólk til að láta vita í síma 112 verði það falsaðra seðla vart.