Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Landamærin líklega lokuð stóran hluta árs

26.01.2021 - 09:04
epa08752151 New Zealand Prime Minister Jacinda Ardern speaks at the New Zealand Labour party election night event in Auckland, New Zealand, 17 October 2020. Jacinda Ardern has won a second term in New Zealand's general election.  EPA-EFE/DAVID ROWLAND AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands. Mynd: EPA-EFE - AAP
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, telur líklegt að landamæri ríkisins verði að mestu lokuð út árið.

Hún benti á í morgun að samfélassmit hefði greinst á Nýja Sjálandi um helgina í fyrsta skipti síðan í nóvember sem undirstrikaði að enn stafaði hætta af COVID-19, þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda.

Landamærin hafa að mestu verið lokuð síðan í mars í fyrra, nema fyrir Nýsjálendingum sem koma heim frá útlöndum. 

Ardern sagði að þau yrðu ekki opnuð að fullu á meðan faraldur geisaði um allan heim. Búast mætti við að þau yrðu lokuð mestan hluta ársins í ljósi óvissunnar um dreifingu bóluefnis í heiminum.

 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV