Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Efasemdir um virkni bóluefnis AstraZeneca hjá öldruðum

epa08931898 A nurse prepares a dose of the Oxford/AstraZeneca Covid-19 vaccine at the NHS vaccine mass vaccination centre that has been set up in the grounds of Epsom Race Course, in Surrey, Britain 11 January 2021. The UK government has announced that mass vaccination centres will start operating from 11 January in London, Newcastle, Manchester, Birmingham, Bristol, Surrey and Stevenage.  EPA-EFE/DOMINIC LIPINSKI / POOL
 Mynd: EPA-EFE - PA POOL
Þýska viðskiptablaðið, Handelsblatt, hefur eftir ónafngreindum stjórnmála- og embættismönnum með tengsl við þýsku ríkisstjórnina að bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca hafi litla sem enga virkni meðal elstu aldurshópanna. Samkvæmt heimildum blaðsins verndar bóluefnið einungis 8 prósent þeirra sem eldri eru en 65 ára. Stjórnendur AstraZeneca vísa þessum fréttum á bug og segja þær „algjörlega rangar."

Þýska götublaðið Bild greinir hins vegar frá því - og vísar líka í ónafngreinda heimildarmenn með sambönd inn í ríkisstjórnarkreðsa - að Evrópska lyfjastofnunin hyggist einungis heimila notkun bóluefnisins fyrir fólk yngra en 65 ára.

Samkvæmt frétt Handelsblatt vantar enn nokkuð upp á að hægt sé að segja til um virkni AstraZeneca-bóluefnisins fyrir elsta aldurshópinn með fullri vissu, þar sem fólk úr þeim hópi hafi verið hlutfallslega í færra lagi í klínískum rannsóknum lyfjaframleiðandans.